Hverfandi ..kemur og fer – Aflmesti foss evrópu í sínum mesta ham
Hverfandi er um 100 metra hár manngerður yfirfallsfoss, gerður til þess að taka við yfirfalli vatns úr Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar.
Nafnið vísar til þess að fossinn kemur og fer, eftir því hvort Hálslón er fullt eða ekki. Þegar hann var virkur í september 2013 féllu um 70 rúmmetrar af vatni á sekúndu niður í gljúfrið og í sínum mesta ham verður hann aflmesti foss Evrópu.
Ágúst 2016 – Landsvirkjun
Yfirborð Hálslóns er nú í 624 metra hæð yfir sjávarmáli og reiknað er með að rennsli á yfirfalli hefjist um helgina, þegar lónið nær 625 mys. Fylling þess í sumar hefur verið jöfn og sígandi, nokkuð nærri þeim væntingum sem voru gerðar í vor.
Þegar vatn rennur á yfirfalli myndast fossinn Hverfandi við vestari enda Kárahnjúkastíflu niður að gljúfurbarminum og þaðan steypist vatnið 90-100 metra niður í Hafrahvammagljúfur. Fossinn er aflmikill og getur orðið vatnsmeiri en Dettifoss.
Hálslón á yfirfalli 2008-2016 |
|
2016 | 21. ágúst |
2015 | 9. október |
2014 | 1. september |
2013 | 31. ágúst |
2012 | 7. ágúst |
2011 | 13. september |
2010 | 28. júlí |
2009 | 9. september |
2008 | 16. ágúst |