Hvammsvirkjun Þjórsá – Útboðsferli hefjast 2017
Landsvirkjun gerir ráð fyrir að útboðsferli vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun í Þjórsá hefjist á næsta ári og ráðist verði í framkvæmdir fljótlega eftir það.
Kemur þetta fram í tillögu að matsáætlun vegna endurskoðunar umhverfismats vegna virkjunarinnar sem lagt hefur verið fyrir Skipulagsstofnun.
Landsvirkjun er að láta endurskoða umhverfismat vegna virkjunarinnar. Skipulagsstofnun úrskurðaði að gera þyrfti nýtt mat á áhrifum hennar á ferðaþjónustu og útivist og landslag og ásýnd lands þar sem forsendur hefðu breyst frá því umhverfismat virkjana í neðrihluta Þjórsár var gert fyrir rúmum áratug.