Vatnsmengun í Flint – Starfsmenn Umhverfis- og heilbrigðiseftirlits ákærðir

Heimild:  ruv

 

mengun flint

Smella á myndir til að stækka

Sex opinberir starfsmenn hafa verið ákærðir fyrir að stinga undan og leyna gögnum sem sýndu með óyggjandi hætti að drykkjarvatn í borginni Flint í bandaríkinu Michigan var óhæft til neyslu og hættulegt heilsu manna. Blýmengun spillti drykkjarvatni í borginni árið 2014, eftir að farið var að sækja það í Flint-ána í sparnaðarskyni, í stað þess að leiða það frá vatnsbóli Detroit-borgar eins og áður var gert. Hin ákærðu, þrír karlar og þrjár konur, starfa öll við umhverfis- og heilbrigðiseftirlit.

Ríkissaksóknari Michigan, Bill Schuette, segir að þau hafi í raun leynt gögnum sem sýndu og sönnuðu tengsl milli neysluvatnsins í Flint og þess að blý mældist í vaxandi mæli í blóði barna í borginni. Þannig hafi þau í raun stuðlað að því að börnin drykkju eitur.

flintVatnið í Flint-ánni er svo súrt, að það tærði vatnsleiðslur borgarinnar, með þeim afleiðingum meðal annars, að blý komst í vatnið í hættulega miklu magni. Sumar ákærurnar sem lagðar voru fram á hendur sexmenningunum geta leitt til þungra fangelsisdóma, verði þeir sekir fundnir.

Sakarefnin eru meðal annars vísvitandi og vítaverð vanræksla, misferli í opinberu starfi og samsæri. Auk þess að leyna gögnum sem „hefðu getað bjargað börnum“ frá blýeitrun eru hin ákærðu sökuð um að hafa hagrætt rannsóknarniðurstöðum.

flint aAðspurður um mögulegar ástæður sexmenninganna fyrir framgöngu sinni sagðist Schuette telja að þau hafi einfaldlega litið á íbúa Flint sem „ómerkilegt fólk sem óhætt væri að fórna, eins og það skipti engu máli.“ Mikill meirihluti íbúa í Flint er þeldökkur.

Þau sex sem nú eru kærð bætast í hóp þriggja annarra, sem ákærð voru fyrir misferli í starfi í apríl síðastliðnum vegna þessa sama máls. Talið er að á bilinu 6.000 – 12.000 börn hafi orðið fyrir eða eigi á hættu að verða fyrir heilsutjóni af völdum blýmengunarinnar. Áætlanir gera ráð fyrir að endurbætur á neysluvatnskerfi borgarinnar kosti um milljarð bandaríkjadala, eða 120 milljarða króna.

Fleira áhugavert: