Hondúras – Umhverfisverndarsinni myrtur fyr­ir að berj­ast gegn stíflu­gerð vegna vatns­afls­virkj­un­ar

Heimild:  mbl

 

honduras

Smella á myndir til að stækka – Hondúras

Um­hverf­is­vernd­arsinni, sem barðist gegn stíflu­gerð vegna vatns­afls­virkj­un­ar sem ógn­ar landi Lenca-frum­byggja í Hond­úras, fannst myrt­ur í gær. Frá þessu greindu um­hverf­is- og frum­byggja­vernd­ar­sam­tök­in Chop­in.

Les­bia Janeth Urquia til­heyrði sam­tök­un­um en hún fannst myrt í skurði í bæn­um Marcala í gær. Dánar­or­sök­in er sögð vera sveðju­högg í höfuð henn­ar. Urquia var 49 ára þegar hún var myrt.

Þetta er ekki fyrsta morðið á aðgerðasinn­um sem berj­ast gegn stíflu­gerðinni en í mars fannst Berta Các­ere, heimsþekkt­ur um­hverf­is­vernd­arsinni, lát­in. Hún var skot­in af tveim­ur árás­ar­mönn­um snemma morg­uns 2. mars sl. og sagði móðir henn­ar að Các­ere hefði ít­rekað fengið líf­láts­hót­an­ir vegna bar­áttu henn­ar fyr­ir rétt­ind­um inn­fæddra og í þágu um­hverf­is­vernd­ar.

 

honduras a          honduras b

 

Fleira áhugavert: