Frakkar banna plastpoka
Þetta er liður í að uppfylla tilskipanir Evrópusambandsins. Frakkland er annað ríkið í Evrópu sem innleiðir plastpokabann en Ítalir voru fyrstir til þess. Bann hefur einnig verið innleitt í Kína, Indlandi og í nokkrum Afríkuríkjum.
Þrengt að plastpokum hérlendis
Hér á landi stendur ekki til að banna plastpoka. Starfshópur á vegum umhverfisráðuneytisins skilaði fyrr í vikunni tillögum sem miða að því að fækka plastpokum, sem hver Íslendingur notar að jafnaði á ári, úr um 105 í 40 fyrir árið 2025. Plastpokabann er ekki eina bannið sem tekur gildi í Frakklandi í dag, því héðan í frá mega bílar eldri en 20 ára ekki aka um götur Parísarborgar.