Hvað á maður að drekka mikið vatn?

likami lifstill

 

vatn a

Við þessum spurningu er ekkert eitt ákveðið svar vegna þess að það eru svo margir þættir sem spila inní þörf líkamans fyrir vatn. Það sem spilar inn í er t.d. heilsufar þitt, hvernig og þá hvort þú stundir hreyfingu og þá hversu mikla, loftslagið, líkamsstærð, líkamsþyngd, umhverfið sem þú ert í o.fl. Þú tapar talsverðum vökva í gegnum svita, öndun og þvag. Í heitu loftslagi tapar þú meira af vökva í gegnum svita en í köldu loftslagi pissar þú meira. Við veikindi eins og flensu og niðurgang tapar þú vökva líka. Líkaminn þarf svo meiri vökva fyrir líffærin, vöðvana, beinin o.fl. þegar hann er þyngri.

Yfirleitt er ráðlagt að drekka 8 glös (2 lítra) af vatni á dag en er það alveg nægur dagskammtur af vatni? Ef við tökum út alla áhrifaþætti sem talað var um hér að ofan er fín regla að miða við líkamsþyngdina og fara eftir þessar formúlu hér:

 

Formúla: Kg / 30 = L
Miðað við 75kg einstakling þá er lágmarks vatnsþörfin 2,5 lítar miðað við uppgefna formúlu: 75 / 30 = 2,5.

Ráðlegging varðandi vatnsdrykkju: Mikilvægt er að dreyfa vatnsdrykkjunni jafnt yfir daginn svo að líkaminn fái stöðuga “vökvun” yfir daginn.

Fyrir æfingu: Gott er að drekka 1-2 glös af vatni 30 mínútum fyrir æfingu. Það sem næst með því er að þú viðheldur vökvaforða líkamans og orku í vöðvunum á æfingunni.

Þar sem það eru fleiri þættir sem hafa áhrif á hversu mikið vatn þú þarft að drekka þá er ágætt að fylgjast vel með hvernig þvagið er því það segir þér alveg hvert ástand líkamans er varðandi vatnsforðann í líkamanum. Þvagið á að vera ljósgult eða glært. Ef þvagið er dökkt eða lyktarsterkt er tími kominn á að auka vatnsdrykkjuna því þetta er merki um skort á vökva í líkamanum. Einnig er gott að fylgjast með öðrum merkjum um ofþornun eins og þreytu, höfuðverk og skort á einbeitingu. Ef þú ert þyrst/ur þá ertu þegar farin/n að ofþorna.

 

Nokkur ráð svo þú farir að drekka nægjanlegt magn af vatni

Að drekka nægjanlegt magn af vatni getur oft verið erfitt. Það kemur á óvart að helsta ástæða þess að fólk drekkur ekki nóg vatn er að því finnst það of óþarfa fyrirhöfn eða tíðari klósettferðir. Hinsvegar ætti að taka kosti þess að drekka vatn framyfir fyrirhöfnina því eins og kemur fram hér að ofan þá er vatnið lífsnauðsynlegt fyrir heilsuna.

 

Drekktu eitt glas af vatni strax og þú vaknar. Ein ástæða fyrir því að fólki finnst það vera þreytt á morgnanna er að þá skortir líkaminn vatn eftir langan nætursvefn.

 

Drekktu eitt glas af vatni fyrir, með og eftir máltíð. Með því að drekka eitt glas af vatni fyrir mat fær þig til að hafa betri stjórn á því hvað þú borðar mikið hjálpa þér þannig að halda þyngd í jafnvægi. Það að drekka vatn með máltíð hjálpar einnig til við meltingu á fæðunni.

 

Vertu ávalt með brúsa með mælieiningu á. Til að eiga auðveldara með að fylgjast með hvað þú ert að drekka mikið af vatni yfir daginn þá er mjög gott að vera ávalt með brúsa með mælieiningu á. Svo er það líka handhægt að vera með brúsa þegar maður er mikið á ferðinni.

 

Drekktu vatn fyrir, á, og eftir æfingu. Rétt eins og með máltíðir þá er góð regla að drekka vatn fyrir æfingu. Nauðsynlegt er svo að viðhalda vatnsforða líkamans á meðan á æfingu stendur með því að drekka vatn á æfingum því vökvatap er töluvert á meðan á æfingu stendur. Einnig þarf að huga vel að vatnsdrykkju eftir æfingu.

Fleira áhugavert: