Svartárvirkjun – Landeigendur rifta samning um lagningu jarðstreng

ruv

svartarvirkjun

Smella á mynd til að stækka

Landeigendur Halldórsstaða II í Laxárdal hafa rift samkomulagi við fyrirtækið SSB Orku um lagningu jarðstrengs í gegnum landareignina. Ástæðuna er sú að framkvæmdir eru mun meiri en þeir gerðu sér grein fyrir við undirritun samkomulagsins, en þeir gerðu þá þann fyrirvara að hægt yrði að rifta samkomulaginu áður en framkvæmdir færu af stað.

Í bréfi sem landeigendurnir sendu SSB Orku í maí kemur fram að jarðrask við lagningu strengsins verði óásættanlegt og óþarft. Því verði engar heimildir veittar fyrir framkvæmdum vegna Svartárvirkjunnar innan landamerkja Halldórsstaða II.

Líst illa á virkjun Svartár

Halldór Valdimarsson, annar landeigenda, segir að sér lítist mjög illa á virkjun Svartár. „Þegar við fórum að skoða ítarlegri gögn málsins, þá sýndist okkur það verða miklu meira rask vegna lagnaleiðarinnar en við höfðum þekkingu á áður. Eins, þegar við fórum að skoða í heild matið fyrir þessa framkvæmd þá töldum við ekki nokkra einustu ástæðu til að heimila þessa lagnaleið. Eftir að hafa kynnt mér gögnin finnst mér þessi virkjun fráleit og get alls ekki séð að það sé við hæfi að virkja þessa perlu. Þessi á og vatnasvæði er alveg sambærilegt við Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal, þetta er hálendisdjásn,“ segir Halldór.

Ætla að rannsaka fuglalíf

Fréttastofa greindi frá því á þriðjudag að SSB Orka hyggst meðal annars gera rannsóknir á fuglalífi við umhverfismat, en tillaga að áætlun fyrir slíkt mat er nú til umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun. Þá lagði verkefnisstjórn rammáætlunar það til að Skjálfandafljót yrði sett í verndarflokk, en í tveimur útfærslum af þremur myndi verndarsvæðið ná yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði Svartárvirkjunar. Þó er óljóst hvort svo verði í framtíðinni.

Fleira áhugavert: