Hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í Evrópu hæst á Íslandi
Heildarhlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi árið 2014 var 71% og er Ísland það Evrópuland þar sem hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa er hæst. Noregur fylgir fast á eftir með 69% hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa. Þetta er meðal þess sem kemur fram í framvinduskýrslu (Progress report) um endurnýjanlega orkugjafa á Íslandi sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Orkustofnun hafa tekið saman.
Stjórnvöldum ber að taka saman á tveggja ára fresti skýrslu um endurnýjanlega orkugjafa. Tölurnar í skýrslunni ná yfir árin 2013 og 2014, en vegna breyttrar aðferðafræði eru jafnframt birtar leiðréttar tölur fyrir árin 2010-2012.
Heimild: Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytið