Mývatn – Byggja nýtt hótel og stækka annað verulega
Smella á mynd til að sjá umfjöllun
Miklar hótelbyggingar eru hafnar og í undirbúningi við Mývatn. Rúmlega 130 herbergi bætast við á næstu tveimur árum ef áformin ganga eftir. Framkvæmdir eru hafnar við undirbúning nýs hótels við norðurenda Mývatns og stefnt er að verulegri stækkun annars í Reykjahlíð.
Jarðvegsvinna norðan Mývatns hófst á mánudag. Þar verður reist Fosshótel Mývatn með 91 herbergi fyrir gesti. Það verður 4.400 fermetrar á þremur hæðum. Tekið verður á móti fyrstu gestum í júní á næsta ári.
Ekki er búið að ganga frá því hvernig fráveitumálum hótelanna verður háttað en talsmenn beggja segjast leggja mikla áherslu á að vernda Mývatn. Þau hafa rætt við sveitarstjórn og aðra sem koma að umhverfismálum og óskað eftir samvinnu og samráði um hreinsistöðvar og fráveitumál. Fjármálaráðherra sagði í hádegisfréttum að ekki myndi standa á ríkinu að veita fé til að koma fráveitumálum á hreint.
Heimild: RÚV