Ný bygging Icelandair Hotels við Hótel Reykjahlíð – Byggja við gamla hótelið
Ný bygging Icelandair Hotels við Hótel Reykjahlíð er komin í deiliskipulag sveitarinnar en þar er gert ráð fyrir að byggja 43 herbergja viðbyggingu við gamla hótelið.
Í deiliskipulaginu kemur fram að ætlun eigenda sé að byggja látlausa byggingu þannig að núverandi bygging fái að njóta sín og verði miðpunkturinn. Torf verður á þökum viðbyggingarinnar sem verður klædd gráum viði.
Þá segir einnig að það sé vilji Icelandair Hotels að standa vel að framkvæmdinni og huga sérstaklega að fráveitumálum, með vísan í reglugerð um verndun Mývatns og Laxár frá 2012. Þannig verður allt skólp hreinsað með ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa hreinsun er í samræmi við ákvæði um fráveitur og skólp, að því er fram kemur í umfjöllun um hóteláformin við Mývatn í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl