Ný bygg­ing Icelanda­ir Hotels við Hót­el Reykja­hlíð – Byggja við gamla hót­elið

mbl

hotel reykjahlid

Ný bygg­ing Icelanda­ir Hotels við Hót­el Reykja­hlíð er kom­in í deili­skipu­lag sveit­ar­inn­ar en þar er gert ráð fyr­ir að byggja 43 her­bergja viðbygg­ingu við gamla hót­elið.

Í deili­skipu­lag­inu kem­ur fram að ætl­un eig­enda sé að byggja lát­lausa bygg­ingu þannig að nú­ver­andi bygg­ing fái að njóta sín og verði miðpunkt­ur­inn. Torf verður á þökum viðbygg­ing­ar­inn­ar sem verður klædd grá­um viði.

Þá seg­ir einnig að það sé vilji Icelanda­ir Hotels að standa vel að fram­kvæmd­inni og huga sér­stak­lega að frá­veitu­mál­um, með vís­an í reglu­gerð um vernd­un Mý­vatns og Laxár frá 2012. Þannig verður allt skólp hreinsað með ít­ar­legri hreins­un en tveggja þrepa hreins­un er í sam­ræmi við ákvæði um frá­veit­ur og skólp, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um hót­elá­formin við Mý­vatn í Morg­un­blaðinu í dag.

hotel reykjahlid a

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: