Fleiri rafmagnshleðslustöðvar í Japan en bensínstöðvar
Nú eru fleiri hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla í Japan en bensínstöðvar. Notkun rafmagnsbíla hefur verið sívaxandi í landinu og hefur metnaður stjórnvalda verið slíkur að rúmlega 40 þúsund hleðslustöðvar hafa verið settar upp. Bara í síðasta mánuði voru opnaðar tæplega 3000 nýjar stöðvar. Flestar eru opnar almenningi en nokkrar munu vera í einkaeigu. Bensínstöðvar í landinu eru rúmlega 34 þúsund talsins.
Enn eru töluvert fleiri bensínbílar í notkun í Japan en rafmagns- eða vetnisbílar en búist er við því að það muni breytast all verulega á næstu árum.