Fúskvæðing byggingabransans – meistaraábyrgð tekin út fyrir sviga
.
Janúar 2016
Ef af fyrirhuguðum breytingum á byggingarreglugerð verður, er það árás á hreyfihamlað fólk á Íslandi. Þær opna líka á fúsk í breytingum með því að draga úr ábyrgð meistara, segir Guðjón Sigurðsson pípulagningameistari og formaður MND-félagsins.
Á vef umhverfisráðuneytisins segir að markmiðið með breytingunum, sem óskað er umsagna, um sé að lækka byggingarkostnað íbúða. Meðal annars verða fjölbreyttari framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi og stærðarkröfum vegna snúningshrings hjólastóla breytt. Kröfur um lofthæð, birtu og svalir eru líka rýmkaðar og minni kröfur gerðar um aðgengi. Guðjón segir tvennt sem honum líst hvað verst á. Annars vegar að gefinn sé afsláttur af rými, snúningsrými og öðru slíku. Það sé ekki bara slæmt fyrir fatlaða heldur líka aldraða. Hitt sem hann telur til vansa er það sem hann kallar að fúskvæða byggingarbransann.
Þar vísar hann til þess að meistaraábyrgð sé tekin út fyrir sviga í öllum minniháttar verkefnum og Guðjón telur að geti átt við allar breytingar nema nýbyggingar. Í drögunum er gefinn tuttugu sentimetra afsláttur af snúningsradíus hjólastóla. Það segir Guðjón er hellingur fyrir hann en skítur á priki fyrir byggingariðnaðinn.
Umsögnum um drögin var skilað fyrir 10.02.2016