Rís Auðlindag­arður ON á Hell­is­heiði ?

mbl

audlindargardur

Smella á mynd til að stækka

Hug­mynd­ir eru uppi um að reisa auðlindag­arð á Hell­is­heiði og er nú unnið að deili­skipu­lagi þar sem gert er ráð fyr­ir sex hekt­ur­um lands und­ir fram­kvæmd­ina. Páll Erland, fram­kvæmda­stjóri Orku nátt­úr­unn­ar, seg­ir mögu­legt framtíðarsvæði sam­kvæmt skipu­lagi þó vera mun stærra og því hægt að stækka auðlindag­arðinn hafi menn hug á.

Auðlindag­arður­inn var kynnt­ur á Vís­inda­degi Orku­veit­unn­ar fyr­ir skemmstu, en hug­mynd­ir gera ráð fyr­ir að hann verði staðsett­ur hægra meg­in við stöðvar­húsið á Hell­is­heiði. „Fyr­ir­tækið hef­ur þá stefnu að þróa hug­mynd að auðlindag­arði og á þessu stigi erum við að skoða hvernig deili­skipu­lag geti litið út og hvaða starf­semi geti þá hentað í slík­an auðlindag­arð,“ seg­ir Páll.

Á kynn­ing­unni kom fram að Hell­is­heiðin sé rík af auðlind­um, því þar sé aðgengi að jarðhita­vatni, gufu, raf­magni, köldu neyslu­vatni, skipu­lögðu landi og svo ýms­um gerðum af jarðhitagasi.

 

Hent­ar jafnt fyr­ir yl­rækt sem vist­vænt eldsneyti

Páll seg­ir að auðlindag­arður­inn myndi snú­ast um að fá inn fyr­ir­tæki sem byggi starf­semi sína á ábyrgri nýt­ingu þeirra auðlind­a­strauma sem í boði eru. „Þetta gætu þá til dæm­is verið  fyr­ir­tæki sem eru í yl­rækt eða þör­unga­rækt, eða þá í fram­leiðslu á fæðubót­ar­efn­um eða vist­vænu eldsneyti.“

Vist­væn eldsneyt­is­fram­leiðsla myndi enn frem­ur  stuðla að orku­skipt­um í sam­göng­um yfir í græna orku og það sé í anda þeirr­ar um­hverfi­stefnu sem Orka nátt­úr­unn­ar horfi til. „Það er í okk­ar anda að huga vel að svæðinu.“

Í því sam­hengi er m.a horft til vernd­ar vatns­bóla höfuðborg­ar­svæðis­ins, sem ekki eru langt frá. „Vernd vatns­ból­anna er for­gangs­atriði þannig að það yrði ekki leyfð nein starfs­semi inni á svæðinu sem hefði

áhrif á þau.“

 

Bygg­inga­land og frum­kvöðlaset­ur

Gert er ráð fyr­ir að fyr­ir­tæki geti fengið bygg­inga­land í Auðlindag­arðinum til að reisa í eigið hús­næði þar sem þau hefðu gott aðgengi að auðlind­a­straum­un­um.

Eins er horft til mögu­leik­ans á að reisa frum­kvöðlaset­ur. „Ein hug­mynd­in sem er á borðinu er að bjóða upp á frum­kvöðlaset­ur þar sem sprota­fyr­ir­tækj­um gefst kost­ur á að koma og hefja sína ný­sköp­un og frum­fram­leiðslu. Það er ekki búið að taka ákvörðun um þetta, en það væri óneit­an­lega ánægju­legt ef af því yrði.“

Orka nátt­úr­unn­ar er nú þegar í sam­starf við fyr­ir­tæki sem er með starf­semi sína á Hell­is­heiði og seg­ir Páll það ganga vel. „Fyr­ir­tækið GeoSilica er þegar með starf­semi sína á svæðinu. Þeir fram­leiða heilsu­bót­ar­vör­ur úr jarðvarma­vökv­an­um og markaðssetja þess­ar vör­ur með góðum ár­angri út um allt land. Þetta er ein­mitt dæmi um fyr­ir­tæki sem byrjaði smátt og bygg­ir á hug­mynd sem síðan verður að veru­leika.“

Páll seg­ir árið í ár verða nýtt til að þróa frek­ar hug­mynd­ina að auðlindag­arðinum. En að því er fram kom í kynn­ing­unni þá hef­ur Orku­veit­an fundið fyr­ir mikl­um áhuga hjá fyr­ir­tækj­um og ein­stak­lings hér á landi sem er­lend­is að koma sér upp aðstöðu á Hell­is­heiði.

„Þegar við verðum búin að þróa hug­mynd­ina þá verður hún send samþykkt­ar hjá stjórn og vænt­an­lega tek­in skref í fram­haldi af því.“

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: