Snilld að setja sítrónu í uppþvottavélina

pressan

upptvottavel

Sítrónur eru til margra hluta nytsamlegar en það eru kannski ekki margir sem vita að það er algjör snilld að setja sítrónu í uppþvottavél þegar hún er látin þvo leirtauið. Þær eru því nytsamlegar til fleiri hluta en að krydda mat og setja í vatn áður en það er drukkið.

Á vefsíðunni The Kitchn kemur fram að ef sítróna, börkurinn eða jafnvel heil sítróna, er sett í uppþvottavélina og hún síðan látin þvo leirtauið þá verði leirtauið enn hreinna og gljándi en ella og auk þess vellyktandi. Það má þess vegna vera búið að kreista safann úr sítrónunni áður en hún er notuð í uppþvottavélina. Gott er að festa sítrónuna á teina, sem eru notaðir til að halda diskunum.

 

Heimild: Pressan

Fleira áhugavert: