Hæsti skýjakljúfur veraldar rís í Dubai árið 2020
Met verður slegið í Dubai á næstu árum en um helgina voru frumsýnd líkön og teikningar af skýjakljúfi sem á að vera hæsta bygging veraldar. Fyrir er hæsta bygging heims í Dubai, sem er jafnframt fjölmennasta furstadæmið í Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Það er háhýsið Burj Khalifa sem er 828 metrar á hæð.
Ekki hefur fengist staðfest hversu hár nýi skýjakljúfurinn verður en talan 830 metrar hefur verið nefnd. Glersvalir sem snúast hringinn í kringum húsið munu prýða háhýsið en innblástur af hönnuninni er frá Hengigörðunum í Babýlon sem voru eitt af sjö undrum veraldar.
Framkvæmdin mun kosta einn milljarð dollara, eða 123,4 milljarð íslenskra króna. Í húsinu sem verður alls ekki hefðbundið verður meðal annars að fina verslanir, hótel, lúxusíbúðir og veitingastaði.
Skýjakljúfurinn á að vera tilbúinn árið 2020. Honum bæði ætlað að trekkja að ferðmenn sem og kaupendur í leit að lúxuseignum.
Heimild: Pressan