Rannsóknir á virkjun Hestár og Hundsár í Súðavíkurhreppi
Orkustofnun hefur samþykkt umsókn Vestur Verks ehf. um rannsóknarleyfi til könnunar á hagkvæmni hugsanlegrar virkjunar Hundsár í Skötufirði og Hestár í Hestfirði í Súðavíkurhreppi. Leyfið er til fjögurra ára.
Verði reist stærri virkjun en 10 MW á svæðinu verður þó að taka hana til skoðunar á vettvangi rammaáætlunar. Virkjun í Skötufirði er áætluð 17 MW og í Hestfirði 5-6 MW.
Talsverðar rannsóknir þarf að leggjast í áður en ráðist verður í virkjanaframkvæmdir á svæðinu. Aðeins eru t.d. stakar mælingar til úr Hestá en nokkrar upplýsingar liggja fyrir um flæði í og við Hestá.
Heimild: Mbl