Fráveitumál til fyrirmyndar í Hafnarfirði

barinn okkar

September 2004

hafnarfjordur

Hafnarfjördur – Smella á mynd til að stækka

Töluverð umræða hefur átt sér stað um fráveitumál íslenskra sveitarfélaga. Umræðuna má meðal annars rekja til frétta um slæma stöðu þessara mála í sumum sveitarfélögum þar sem ekki hefur verið ráðist í nauðsynlegar framkvæmdir á þessu sviði. Sem betur fer er Hafnarfjörður ekki eitt þessara sveitarfélaga. Þvert á móti er Hafnarfjörður til fyrirmyndar í fráveitumálum og strendur bæjarins hreinar.

 

Stærstu framkvæmdir Hafnarfjarðarbæjar sl. áratug

Dælustöðin við Norðurbakka

Dælustöðin við Norðurbakka

Fljótlega eftir kosningarnar 2002 náðist samstaða í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um að ráðast í það sem þá var nefnt stefnumótandi stórvirki, sem í fólst hreinsun strandlengjunnar með umfangsmikilli mannvirkjagerð í fráveitumannvirkjum, dælu- og hreinsistöðvum og útrás tvo kílómetra á haf út. Verkefninu lauk formlega í september árið 2009 þegar nýju fráveitumannvirkin voru vígð. Þessar framkvæmdir eru stærstu og kostnaðarsömustu framkvæmdir sem Hafnarfjarðarbær hefur ráðist í sl. áratug en sú fjárfesting sem í þeim liggur nemur um 5,7 milljörðum króna að núvirði.

 

Strandstígurinn

Strandstígurinn

Strandstígurinn hluti af fráveituframkvæmd

Framkvæmdarlega var verkefnið mjög umfangsmikið og verkþættir margir. Þrýstilögn var lögð frá Langeyrarmölum að Hraunavík sem tekur við öllu skólpi úr fráveitukerfi bæjarins. Dælubrunnur var byggður við Langeyri, ný dælustöð byggð við Norðurgarðinn, miðlunartankur yst á Hvaleyrargarði og dælustöðin við Óseyrarbraut stækkuð verulega. Þá var byggð mjög öflug hreinsi- og dælustöð við Hraunavík og 2ja km útrás sem dælir skólpinu niður á 23 m dýpi. Strandstígarnir sem urðu til við mannvirkjagerðina hafa fyrir löngu sannað gildi sitt, sem frábær útivistarviðbót og hluti að stofnstígakerfi bæjarins.

 

Fráveitukerfið er uppbygging fyrir framtíðina


s

Að sögn Margrétar Gauju Magnúsdóttur formanns umhverfis- og framkvæmdaráðs er mikilvægt að hafa þetta í huga þegar menn ræða um skuldir og skuldastöðu sveitarfélaga. „Einhverjir láta jafnvel eins og það sé ekkert samhengi á milli stöðu sveitarfélaganna, hvort þau hafa ráðist í að fjárfesta í innviðum á borð við þessa og hversu mikið þau skulda. Það er eitthvað sem ég held að flestir sjái að er skrítin umræða og þau sveitarfélög sem standa nú frammi fyrir því að þurfa að ráðast í jafn viðamiklar og dýrar framkvæmdir og við höfum gert eru ekki öfundsverð í dag.  Þetta eru miklar og dýrar framkvæmdir sem eiga að gagnast okkur næstu áratugi og eru mikilvægur hluti þeirra innviða sem samfélagið þarfnast. Stjórnvöld í Hafnarfirði hafa sem betur fer verið til fyrirmyndar á þessu sviði og réðust í þessar framkvæmdir sem ekki aðeins bæta lífskjör bæjarbúa og umhverfi okkar í dag heldur til langrar framtíðar.“ – segir formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar.

 

Heimild: Bærinn Okkar

Fleira áhugavert: