Amenningssalerni Reykjavík – 5,3 millj­ón­ir í rekst­ur hvers sal­ern­is

mbl

salerni rvk

Smella á mynd til að stækka

Skýrsla starfs­hóps um al­menn­ings­sal­erni í Reykja­vík var kynnt ný­lega á fundi um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs. Þar kem­ur fram að nokkr­um al­menn­ings­sal­ern­um í Reykja­vík hafi verið lokað frá 2007 og er lagt til að ný verði opnuð á næstu árum. Árleg notk­un al­menn­ings­sal­erna í miðborg­inni hef­ur farið vax­andi.

Sjö sjálf­virk­ir sal­ern­ist­urn­ar eru opn­ir all­an sól­ar­hring­inn í miðborg­inni. Eins er hægt að létta á sér á sal­ern­um ým­issa stofn­ana borg­ar­inn­ar á þeim tíma sem opið er. Auk þess er hægt að kom­ast á sal­erni á nokkr­um stöðum sem opn­ir eru al­menn­ingi.

Turnsal­ern­in eru í rekstr­ar­leigu frá AFA JCDecaux sem sér um eft­ir­lit og þrif a.m.k. einu sinni á dag. Sal­ern­in og sal­ern­is­gólfið hreins­ast auk þess sjálf­virkt eft­ir hverja notk­un. Samn­ing­ur um rekst­ur þess­ara sal­erna renn­ur út 2018. Starfs­hóp­ur­inn legg­ur til að sal­erni verði áfram þar sem turnsal­ern­in eru nú eft­ir að samn­ingn­um lýk­ur. Við end­ur­nýj­un eigi fyrsta val að vera sal­erni með aðgengi fyr­ir alla, þ.e. jafnt fatlaða sem ófatlaða.

Fram kem­ur í skýrsl­unni að rekstr­ar­kostnaður hvers turnsal­ern­is sé um 5,3 millj­ón­ir á ári. Talið er hag­kvæm­ara að kaupa sal­erni en að leigja, þegar kem­ur að end­ur­nýj­un. Áætlað er að stofn­kostnaður við nýtt sal­erni sé 27,3 millj­ón­ir og er rekstr­ar­kostnaður 2,3 millj­ón­ir á ári. Hug­mynd­in er að end­ur­nýja fjög­ur sal­erni 2018 og þrjú 2019.

Þá legg­ur starfs­hóp­ur­inn til að sett­ir verði upp fleiri sal­ern­ist­urn­ar með aðgengi fyr­ir alla og sjálf­virkri hreins­un. Nefnd­ir eru níu staðir í því sam­bandi, m.a. Lauga­torg, Vita­torg, Foss­vogs­dal­ur, Sæ­braut, Klambra­tún, Elliðaár­dal­ur og Naut­hóls­vík.

Einnig er lagt til að setja upp stærri til­bún­ar ein­ing­ar með fjór­um sal­ern­um hverja, þar af einu með aðgengi fyr­ir alla, í Laug­ar­dal og á Bern­höftstorfu. Stofn­kostnaður við hvert er áætlaður 32,2 millj­ón­ir og rekstr­ar­kostnaður 3,4 millj­ón­ir á ári. Þá er lagt til að sett verði upp gáma­ein­ing við göngu­stíg að Esju með 2-3 sal­ern­um, þar af einu með aðgengi fyr­ir alla. Stofn­kostnaður er áætlaður 20 millj­ón­ir og rekstr­ar­kostnaður 2,7 millj­ón­ir á ári eft­ir það.

Einnig er lagt til að út­bún­ir verði teng­istaðir þar sem hægt verður að setja upp mörg al­menn­ings­sal­erni vegna stærri viðburða í borg­inni.

Tals­verður áhugi er hjá einkaaðilum á að reka sal­erni í miðborg Reykja­vík­ur gegn aðgangs­eyri. Reykja­vík­ur­borg hef­ur ný­lega leigt einkaaðilum sal­erni við Vest­ur­götu 7 og stend­ur til að opna þar. Sal­erni á Hlemmi verða einnig rek­in af einkaaðilum þegar þar verður opnaður mat­ar­markaður.

Starfs­hóp­ur­inn bend­ir á að hægt sé að stór­auka fram­boð al­menn­ings­sal­erna með því að gera sam­komu­lag við ýmsa aðila um að sal­erni þeirra verði al­menn­ings­sal­erni. Í því sam­bandi eru nefnd­ar sund­laug­ar borg­ar­inn­ar, ýmis söfn, skrif­stofu­hús borg­ar­inn­ar og t.d. staðir eins og Harpa, Perl­an, BSÍ og Nor­ræna húsið. Einnig er bent á að bæta þurfi merk­ing­ar í borg­inni sem vísa fólki á al­menn­ings­sal­erni.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: