1,1 millj­arður til upp­bygg­ing­ar í Húsa­felli

mbl

hotel Husafell

Smella á myndir til að stækka

Gengið hef­ur verið frá 1,1 millj­arða fjár­mögn­un til áfram­hald­andi upp­bygg­ing­ar í ferðatengdri þjón­ustu í Húsa­felli fyr­ir fé­lagið Húsa­fell Resort ehf. Stækka á hót­elið sem var byggt ný­lega og setja á lagg­irn­ar afþrey­ing­armiðstöð fyr­ir rekstr­araðila afþrey­ing­ar á svæðinu.

Fjár­mögn­un­in er til kom­in með lang­tíma­fjár­mögn­un frá Lands­bank­an­um og hluta­fjáraukn­ing­ar. Fyr­ir voru það hjón­in Bergþór Krist­leifs­son og Hrefna Sig­mars­dótt­ir sem stóðu að upp­bygg­ing­unni, en með hluta­fjáraukn­ing­unni eru fé­lög í eigu Ómars Bene­dikts­son­ar, Finns Reyrs Stef­áns­son­ar, Tóm­as­ar Kristjáns­son­ar og Jóns Diðriks Jóns­son­ar orðin eig­end­um 50% hluta­fjár í fé­lag­inu.

HusafellÓmar er nú­ver­andi for­stjóri Farice og hef­ur áður verið for­stjóri og einn aðal­eig­anda Íslands­flugs og síðar Air Atlanta. Þá var hann fram­kvæmda­stjóri flug­fé­lags­ins Smart­Lynx sem var dótt­ur­fé­lag Icelanda­ir group.

Finn­ur Reyr og Tóm­as hafa meðal ann­ars verið viðskipta­fé­lag­ar í kring­um fast­eigna­fé­lagið Klasa, en það var síðar keypt af Reg­inn og eru þeir nú meðal stærstu hlut­hafa í því fé­lagi í gegn­um fé­lagið Siglu ehf.

Jón Diðrik er eig­andi Senu í dag, en hann er fyrr­um for­stjóri Glitn­is á Íslandi. Jón Diðrik hef­ur verið stærsti hlut­hafi Senu um nokk­urt skeið, en í lok síðasta árs keypti hann allt hluta­fé í fé­lag­inu, meðal ann­ars frá fé­lag­inu Siglu.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: