Gullfiskur í skolpdælustöðinni Hraunavík – „Skolpi“ ferðaðist í gegnum tvær dælur á leið sinni í víkina
Gullfiskurinn Skolpi er nýjasta lukkudýr Hafnafjarðarbæjar en hann fannst „syngjandi hress og kátur“ í skolpdælustöðinni í Hraunavík.
Samkvæmt færslu um ævintýri Skolpa á Facebook síðu bæjarins hafði Skolpi ferðast í gegnum tvær dælur á leið sinni í víkina og má teljast með ólíkindum að sá stutti hafi lifar svaðilförina af.
Í færslu Hafnarfjarðarbæjar segir að Skolpi leiti nú að eiganda sínum. „Hægt er að skoða gripinn og vitja hans í þjónustumiðstöðinni okkar að Norðurhellu. Ættbókarskírteini æskilegt ef koma á til afhendingar.“
Heimild: Mbl