Hundruð milljóna án aðgangs að neysluvatni 2016 – Árið 2030 eiga allir að vera með aðgang

visir

adgangur neysluvatn

Smella á myndir til að stækka

Nærri tíundi hver jarðar­búi, meira en 650 milljónir manna á fátækari svæðum jarðarinnar, hefur ekki aðgang að vatni sem öruggt er að nota til drykkjar og heimilisnota.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá alþjóðasamtökunum WaterAid, sem vinna að því að fólk alls staðar á jörðinni hafi öruggan aðgang að hreinu neysluvatni.

Í skýrslunni eru tilgreindar þrjár meginástæður þess, að enn eigi fjöldi fólks erfitt með að nálgast hreint vatn með öruggum hætti.
Þar er fyrst að nefna fjárskort eða skort á pólitískum vilja til þess að bæta úr. Í öðru ladgi eru stjórnvöld víða í fátækari löndum heims ekki fær um að gera það sem til þarf. Loks veldur ójöfnuður því að jafnvel í stórum borgum, þar sem margir búa við nokkra velmegun, hafa fátækari íbúarnir litla sem enga möguleika á að nálgast hreint vatn nema með mikilli fyrirhöfn.

jordinSíðastliðið haust undirrituðu leiðtogar 193 landa samkomulag um að að árið 2030 verði búið að tryggja öllum íbúum jarðar aðgang að öruggu vatni og hreinlætisaðstöðu.

Samtökin segja að hægt væri að bjarga lífi meira en 300 þúsund barna á ári hverju ef þeim yrði tryggður góður aðgangur að hreinu vatni.

Víða á fátækari svæðum heims þarf fólk að kaupa vatnið dýrum dómum. Í Papúa Nýju-Gíneu kosta fimm lítrar af vatni til dæmis nærri 330 krónur, sem er með því dýrasta sem þekkist. Þar í landi er aðgangur að vatni verri en víðast hvar annars staðar.

Í skýrslunni kemur fram að frá aldamótum hafi ástandið tekið mestum framförum í Kambódíu, þar sem fjórðungur íbúanna, nærri fjórar milljónir manna, hafa samt enn ekki aðgang að hreinu vatni. Í höfuðborginni, Phnom Penh, hefur þó tekist að bæta svo úr að allir íbúarnir komast í vatn með góðu móti.

 

Heimild: Vísir

Fleira áhugavert: