Ilulissat 22,5 MW Vatnsaflsvirkjun Grænlandi – Fyrsta virkjun heims í sífrera neðanjarðar (13 Mj.kr.)

visir

September 2013

ilulissat b

Ilulissat – Smella á myndir til að stækka

Ístak afhenti grænlenskum stjórnvöldum nýja virkjun til notkunar. Þetta er stærsta og flóknasta verkefni sem fyrirtækið hefur ráðist í en virkjunin er sú fyrsta í heiminum sem byggð er neðanjarðar í sífrera.

ilulissat

Vestur Grænlandi

Við heimsóttum virkjunarsvæðið í fyrra þegar framkvæmdir stóðu sem hæst en þá unnu 170 manns við þetta þrettán milljarða króna verk. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld lýstu þeir Gísli H. Guðmundsson, staðarstjóri Ístaks á Grænlandi, og Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, umfangi verksins og sérstöðu þess. Ekki aðeins var vinnustaðurinn í óbyggðum heldur voru allir aðdrættir óvenju erfiðir. Sigla þurfti um hafís og aðeins fært yfir sumarið, enda svæðið  norðan heimsskautsbaugs og við rætur Grænlandsjökuls.

ilulissat a

Frankvæmdin var í Disco Bay

Virkjunin er grafin inn í berg þar sem ríkir stöðugt frost, sem kallaði á sérlausnir til að hindra að hún hreinlega frjósi í gegn og verði að klakastykki. Virkjunin verður mannlaus og henni fjarstýrt frá bænum Ilulissat.

Þetta er önnur virkjun Ístaks á Grænlandi, sem einnig hefur byggt þar skóla, en alls nema verkefni félagsins á Grænlandi um 25 milljörðum króna á undanförnum sex árum. Kolbeinn lýsti einnig bjartsýni um framtíð Ístaks eftir gjaldþrot danska móðurfélagsins og kaup Landsbankans á hlutabréfunum.

ilulissat c

Ilulissat 22,5 MW Vatnsaflsvirkjun

 

Heimild: Vísir 

Fleira áhugavert: