Sundlaug Hveragerðis – Sundlaugin verður paradís

mbl sundlaugar hveragerdi

Fram­kvæmd­ir hefjast á næst­unni við end­ur­bæt­ur á sund­laug Hver­gerðinga í Lauga­sk­arði. Aðal­bygg­ing laug­ar­inn­ar var byggð árið 1963 og hef­ur ávallt þótt metnaðarfullt mann­virki.

Í fyrsta áfanga verður farið í breyt­ing­ar á hús­inu sjálfu, það er á af­greiðslu og æf­ingaaðstöðu á ann­arri hæð. Einnig verða sval­ir, þar sem sést yfir sund­laug­ar­svæðið, gerðar aðgengi­leg­ar gest­um. Þá verður út­bú­in lyfta niður á jarðhæð þar sem bún­ings­klef­ar eru. End­ur­bæt­ur á klef­un­um og úti­svæði verða svo fram­kvæmd­ar á næstu árum.

„Sund­laug­in er para­dís sem við vilj­um styrkja í sessi und­ir þeim for­merkj­um að Hvera­gerði sé heilsu­bær,“ seg­ir Al­dís Haf­steins­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Hvera­gerði, í Morg­un­blaðinu í dag.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: