Sundlaug Hveragerðis – Sundlaugin verður paradís
Framkvæmdir hefjast á næstunni við endurbætur á sundlaug Hvergerðinga í Laugaskarði. Aðalbygging laugarinnar var byggð árið 1963 og hefur ávallt þótt metnaðarfullt mannvirki.
Í fyrsta áfanga verður farið í breytingar á húsinu sjálfu, það er á afgreiðslu og æfingaaðstöðu á annarri hæð. Einnig verða svalir, þar sem sést yfir sundlaugarsvæðið, gerðar aðgengilegar gestum. Þá verður útbúin lyfta niður á jarðhæð þar sem búningsklefar eru. Endurbætur á klefunum og útisvæði verða svo framkvæmdar á næstu árum.
„Sundlaugin er paradís sem við viljum styrkja í sessi undir þeim formerkjum að Hveragerði sé heilsubær,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl