Ný þjónustumiðstöð á Hellu

ruv

hella thjonustumidstod

Seitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins við Hellu, vegna nýrrar þjónustumiðstöðvar við hringveginn. Miðstöðinni er ætlaður staður sunnan Suðurlandsvegar, austan Hótels Stracta og vegar að Gaddstaðaflötum. Þar er gert ráð fyrir veitingarekstri, verslun og þjónustu. Nú er unnið að deiliskipulagi.

Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri segir að ýmsir aðilar hafi sýnt áhuga á að byggja upp rekstur á þessum stað. Á myndinni að ofan má sjá upphaflega hugmynd að þjónustumiðstöðinni, sem unnin er af Tvíhorfi arkitektum. Í kynningu þessara aðila á verkefninu segir: „Sérstaða verkefnisins felur í sér að veita bestu mögulegu þjónustu við rútur, barnafjölskyldur og að skapa ramma utan um markaðstorg þar sem seldar eru afurðir beint frá býlum í héraði“. Nú er unnið að endanlegum hugmyndum um leið og sveitarfélagið vinnur að deiliskipulaginu.

 

Heimild: RÚV

Fleira áhugavert: