Ný þjónustumiðstöð á Hellu
Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri segir að ýmsir aðilar hafi sýnt áhuga á að byggja upp rekstur á þessum stað. Á myndinni að ofan má sjá upphaflega hugmynd að þjónustumiðstöðinni, sem unnin er af Tvíhorfi arkitektum. Í kynningu þessara aðila á verkefninu segir: „Sérstaða verkefnisins felur í sér að veita bestu mögulegu þjónustu við rútur, barnafjölskyldur og að skapa ramma utan um markaðstorg þar sem seldar eru afurðir beint frá býlum í héraði“. Nú er unnið að endanlegum hugmyndum um leið og sveitarfélagið vinnur að deiliskipulaginu.
Heimild: RÚV