Nýjir orkugjafar – Gates reiknar dæmið
Bill Gates þykir magnað hve litlu varið sé til rannsókna á nýjum orkugjöfum í Bandaríkjunum. Í nýju myndbandi fer hann gróflega yfir tölurnar. Með því vill hann benda á að Bandaríkjamenn eyði meira í bensín á einni viku en fer til orkurannsókna á einu ári.
Ef marka má ummælin við myndbandið þykir mörgum merkilegra að Bill Gates sé örvhentur.
Gates hefur varið miklum fjármunum og tíma í að kalla eftir hreinni orku og umhverfisvernd undanfarin ár.
Heimild: Vísir