Minnk­andi vatns­forði við Miðjarðar­hafið kortlagður – Versti þurrk­ur í 900 ár

mbl

midjardarhaf thurrkar

Vatnsforðinn kortlagður – Smella á mynd til að stækka

Þurrk­ur­inn sem hef­ur geisað við aust­an­vert Miðjarðar­haf frá ár­inu 1998 er lík­lega sá versti und­an­farn­ar níu ald­ir sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar rann­sókn­ar banda­rísku geim­vís­inda­stofn­un­ar­inn­ar NASA. Vís­inda­menn­irn­ir skoðuðu trjá­hringi til þess að skoða lofts­lags svæðis­ins langt aft­ur í tím­ann.

Viðvar­andi þurrk­ur hef­ur ríkt í lönd­um eins og Kýp­ur, Ísra­el, Jórdan­íu, Líb­anon, Sýr­landi og Tyrklandi um ára­bil. Upp­haf átak­anna í Sýr­landi hef­ur meðal ann­ars verið tengt við upp­skeru­skort af völd­um þurrks­ins.

Vís­inda­menn­irn­ir notuðu trjá­hring­ina til þess að skilja bet­ur hversu tíðir og hversu mikl­ir fyrri þurrk­ar við Miðjarðar­hafið hafa verið. Á ár­un­um 1100 til 2012 fundu þeir merki í trjá­hringj­un­um um þurrka sem getið er í sögu­leg­um heim­ild­um manna.

50% þurr­ari en mesti þurrk­ur síðustu fimm hundruð ára

Ben Cook, aðal­höf­und­ur rann­sókn­ar­inn­ar og lofts­lags­vís­indamaður við Godd­ard-geim­stofn­un NASA, seg­ir að þurrk­ur­inn nú frá 1998 til 2012 hafi verið um 50% þurr­ari en þurr­asta tíma­bil síðustu fimm hundruð ára og 10-20% þurr­ari en versti þurrk­ur síðustu 900 ára.

Tvö lofts­lags­fyr­ir­brigði hafa aðallega áhrif á þurrka við Miðjarðar­hafið en það eru Norður-Atlants­hafs­sveifl­an (North Atlantic Oscillati­on) og Aust­ur-Atlants­hafs­mynstrið (East Atlantic Patt­ern). Þau ganga í gegn­um tíma­bundn­ar sveifl­ur sem beina regn­skýj­um frá Miðjarðar­haf­inu og flytja þurr­ara og hlýrra loft þangað. Minnk­andi úr­koma og hærra hita­stig sem eyk­ur upp­guf­un úr jarðvegi leiðir til þurrka.

Lofts­lags­líkön eru á nær einu máli um að Miðjarðar­hafs­svæðið eigi eft­ir að þorna upp á næstu ára­tug­um og öld­um vegna lofts­lags­breyt­inga af völd­um manna, að sögn Yochan­an Kus­hn­ir, lofts­lags­vís­inda­manns við Lamont Doherty-jarðrann­sókna­stöðina sem kom ekki að rann­sókn­inni sjálf­ur. Rann­sókn­in sýni að þurrk­ur­inn nú hegði sér öðru­vísi en fyrri þurrk­ar. Það geti verið merki um að Aust­ur­lönd séu þegar byrjuð að finna fyr­ir áhrif­um hlýn­un­ar af völd­um manna.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: