Brúarvirkjun Tungufljóti Bisk­upstung­um- HS Orka áform­ar að reisa allt að 9,9 mega­vatta rennslis­virkj­un

mbl

Bruarvirkjun

Smella á myndir til að stækka

Orku­fyr­ir­tækið HS Orka áform­ar að reisa allt að 9,9 mega­vatta rennslis­virkj­un, Brú­ar­virkj­un, í efri hluta Tungufljóts í Bisk­upstung­um, aust­an við Geysi í Hauka­dal. Gert er ráð fyr­ir að flat­ar­mál lóns yrði um átta hekt­ar­ar við venju­legt rekstr­ar­vatns­borð.

Bruarvirkjun aÍ frummats­skýrslu sem verk­fræðistof­an Mann­vit gerði fyr­ir HS Orku og var birt í dag kem­ur fram að áhrif af fram­kvæmd­inni á ásýnd frá frí­stunda­byggð á svæðinu eru tal­in tals­vert nei­kvæð. Það sama á við um áhrif á birki­skóg sem þarf að eyða á fjög­urra hekt­ara svæði, vot­lendi og ónæði vegna um­ferðar, hávaða og ryk­mynd­un­ar á fram­kvæmda­tíma.

Mann­vit met­ur breyt­ing­ar á ásýnd frá helstu ferðamanna­stöðum óveru­lega sem og áhrif á fugla­líf, jarðfræði og jarðmynd­an­ir.

Áhrif á önn­ur gróður­lendi sem rask­ast eru met­in nokkuð nei­kvæð þar sem um­fang þeirra er til­tölu­lega lítið. Þá eru áhrif á vatna­svið og á veiði og fisk­rækt­ar­mögu­leika lax­fiska vera nokkuð nei­kvæð.

Tungufljót er ein af þver­ám Hvítár í Árnes­sýslu. Fljótið er um 40 kíló­metra langt og vatna­svið þess er um 720 kíló­metr­ar. Efst heit­ir áin Ásbrandsá en Tungufljót þar sem Litla-Grjótá fell­ur til henn­ar.Bruarvirkjun b

Bruarvirkjun cTil skamms tíma átti Tungufljót upp­tök sín í Sand­vatni en í því gæt­ir jök­ul­vatns frá Lang­jökli. Árið 1986 var rennsli úr Sand­vatni stíflað til Ásbrands­ár­inn­ar og öllu jök­ul­vatni veitt um Sandá í Hvítá. Hef­ur Tungufljótið verið að
mestu hrein bergvatnsá með lind­ar­vatns­upp­runa síðan.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að virkj­un­in verði tengd með 33 kílóvolta jarðstreng inn á kerfi RARIK sem rek­ur dreifi­kerfið á svæðinu. Ráðgert er að leggja jarðstreng­inn í jörðu um 20 km leið að Reyk­holti, eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: