Kína – Yfir þúsund kolanámum lokað
Kínverjar áforma að loka yfir eitt þúsund kolanámum á þessu ári. Orkumálaráðuneytið í Peking greindi frá því í dag. Framleiðslugeta námanna er sextíu milljónir tonna á ári. Námunum verður lokað, þar sem kolaframleiðslan í Kína er langt umfram eftirspurn. Stefnt er að því að draga úr framleiðslunni um allt að 500 milljón tonn á næstu þremur til fimm árum.
Heimild: RUV