Jarðborinn Nasi að störfum í Nesjum í Hornafirði

ruv

Smella á mynd til að sjá umfjöllun

Nasi Nesjum

 

Nasi, Trölli, Karl Prins og Karl Gústaf eru ekki persónur í ævintýrasögu í anda Tolkiens heldur eru þetta jarðborar í eigu Ræktunarsambands Flóa og Skeiða.
Ræktunarsambandið er með sjö jarðbora á sínum snærum, af mismunandi stærðum og gerðum. Nasi er sá stærsti en hann getur  borað allt að sautján hundruð metra niður í jörðina. Nasi og starfsmenn hans eru núna í Hoffelli í Nesjum í Hornafirði.

„Þetta er þriðja rannsóknarholan sem við borum hér  á svæðinu. Þessi verður um þúsund metra djúp og við vonumst til að finna hérna nægilegt heitt vatn í  hitaveitu fyrir Höfn og nágrenni,“ segir Steinn Leó Sveinsson, framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða. Bormenn ræktunarsambandsins verða næstu fimm vikurnar að klára holuna og eftir það skýrist vonandi hvort hægt verður að fara í hitaveituframkvæmdir í náinni framtíð.

 

Heimild: RÚV

Fleira áhugavert: