Jarðborinn Nasi að störfum í Nesjum í Hornafirði
Smella á mynd til að sjá umfjöllun
„Þetta er þriðja rannsóknarholan sem við borum hér á svæðinu. Þessi verður um þúsund metra djúp og við vonumst til að finna hérna nægilegt heitt vatn í hitaveitu fyrir Höfn og nágrenni,“ segir Steinn Leó Sveinsson, framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða. Bormenn ræktunarsambandsins verða næstu fimm vikurnar að klára holuna og eftir það skýrist vonandi hvort hægt verður að fara í hitaveituframkvæmdir í náinni framtíð.
Heimild: RÚV