Garðabær – Rangar tengingar og lekar fráveitukerfis menga bæjarlækina
Apríl 2013
Síðustu ár hefur orðið vart við saurgerlamengunar í lækjunum tveimur sem renna í gegnum Garðabæ, Hraunholtslæk og Arnarneslæk.
Mengunin er einkum rakin til rangra tenginga og leka í fráveitulögnum. „Við erum með áætlun í gangi til að uppræta þetta í eitt skipti fyrir öll og leggjum töluverða fjármuni í það,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Morgunblaðinu.
Hann segir að talsverður árangur hafi náðst í vinnu við að koma í veg fyrir mengunina.
Heimild: Mbl