Rafbílar – Íslenskir neytendur myndu spara 66 milljarða á ári

Heimild:  Viðskiptablaðið

 

Júlí 2014

Í úttekt Viðskiptablaðsins er borinn saman eldssneytiskostnaður íslensk bíleiganda sem notar bensín eða dísel annars vegar og kostnaður við akstur rafbíls. Við þennan útreikning er stuðst við svokallaðan raflítra, sem notaður er sérstaklega fyrir slíkan samanburð. Niðurstaðan er gríðarlegur sparnaður fyrir neytendur, um 66 milljarðar króna á ári, ef allur bílaflotinn væri rafvæddur.

Um miðjan júní tilkynnti bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla Motors að myndi opna aðgang að öllum skráðum einkaleyfum sínum. Þetta vakti mikla athygli enda er tilgangur skráningu einkaleyfis að koma í veg fyrir að samkeppnisaðili geti notað tæknilegra útfærslu á hugmynd annars fyrirtækis.

Í útektinni kemur m.a. fram:

  • Ísland var í þriðja sæti árið yfir þau lönd sem flytja inn hlutfallslega flesta rafbíla (tvinnbílar eru ekki taldir með).
  • General Motors framleiddi rafbílinn EV1 á árunum 1996-1999. Sá bíll seldist í fáum eintökum og GM hefur síðan lagt áherslu á tvinnbíla í stað rafbíla.
  • Nissan-Renault á mest selda og þriðja mest selda rafbíl í heimi. 
  • Tesla er í sjöunda sæti yfir bílaframleiðendur sem hafa skráð flest einkaleyfi tengdum rafbílum í Bandaríkjunum.
  • Tesla framleiðir langdrægasta fjöldaframleidda rafbílinn sem er á markaðnum.
  • Forstjóri Tesla á 23% hlut í Tesla. Fyrirtækið er skráð á Nasdaq og er markaðsverðmæti þess tæpir 30 milljarðar Bandaríkjadala.
  • Bæði Toyota og Daimler (Mercedes-Benz) eiga hlut í Tesla. Bæði hafa þau átt náið samstarf til Tesla um smíði rafbíla, hvort í sínu lagi. Daimler ætlar að halda áfram en Toyota er hætt samstarfinu.
  • Hlutabréf Tesla hafa hækkað gríðarlega á síðustu árum. Þau eru talin af mörgum á Wall Street vera þau bréf, sem eru mest skortseld. Það er vísbending um að misjöfn meining er hvort Tesla og rafbíllinn eigi framtíðina fyrir sér.

rafbilar

Fleira áhugavert: