Hús íslenskra fræða – „Tapaður tími og glötuð tækifæri“ ..myndir

ruv

gudrun nordal

Guðrún Nordal

Tapaður tími þar til Hús íslenskra fræða rís er sama og glötuð tækifæri fyrir íslenska menningu og íslenska tungu, segir Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.
hus islenskra fraeda

Smella á myndir til að stækka

Þar bendir hún á að í Árnastofnun sé engin aðstaða til sýningar á handritum þjóðarinnar eða íslenskri miðaldamenningu. Sýning sem haldin var í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar árið 2013 í Þjóðmenningarhúsi var lokað síðar sama ár. Guðrún segir að þegar handritunum var búinn staður í Árnastofnun fyrir 45 árum hafi ekki verið gert ráð fyrir sýningaraðstöðu, heldur höfuðáhersla verið lögð á varðveislu og rannsóknir.

Framkvæmdir við Hús íslenskra fræða, þar sem meðal annars stóð til að sýna handritin, hafi nú legið niðri í þrjú ár og hvergi hægt að sjá Konungsbók eddukvæða og helstu handrit þjóðarinnar á sýningu í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Hún líkir stöðunni við að fá ekki tækifæri til að skoða Akrópólís í heimsókn til Aþenu.

hus islenskra fraeda 1

Í upphafi framkvæmda

hus islenskra fraeda 2

Febrúar 2016

Heimild: RÚV

Fleira áhugavert: