Vindmyllugarður í A-Landeyjum
Arctic Hydro kynnti sveitarstjórn Rangárþings eystra áform um byggingu vindmyllugarðs í Austur-Landeyjum.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu segir Skírnir Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Arctic Hydro, að þeir hefðu undanfarið átt í viðræðum við landeigendur á svæðinu og komist að samkomulagi við þá um rannsóknir og nýtingu á vindorku.
Fyrir nokkru sóttu eigendur jarðanna Guðnastaða og Butru ásamt Arctic Hydro um leyfi til að reisa allt að 60 metra hátt tilraunamastur í landi Butru til mælinga á vindi, eins og Morgunblaðið greindi frá 19. janúar sl. Hugmyndin er að reisa vindmyllurnar nálægt spennistöðinni í Rimakoti, neðst og austast í A-Landeyjum. Nú er komið að því að hefja formlegar viðræður við sveitarfélagið, að sögn Skírnis.
Heimild: Mbl