Vind­myll­ug­arður í A-Land­eyj­um

mbl

vindmyllur landeyjar

Arctic Hydro kynnti sveit­ar­stjórn Rangárþings eystra áform um bygg­ingu vind­myll­ug­arðs í Aust­ur-Land­eyj­um.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu seg­ir Skírn­ir Sig­ur­björns­son, fram­kvæmda­stjóri Arctic Hydro, að þeir hefðu und­an­farið átt í viðræðum við land­eig­end­ur á svæðinu og kom­ist að sam­komu­lagi við þá um rann­sókn­ir og nýt­ingu á vindorku.

Fyr­ir nokkru sóttu eig­end­ur jarðanna Guðnastaða og Butru ásamt Arctic Hydro um leyfi til að reisa allt að 60 metra hátt til­rauna­m­ast­ur í landi Butru til mæl­inga á vindi, eins og Morg­un­blaðið greindi frá 19. janú­ar sl. Hug­mynd­in er að reisa vind­myll­urn­ar ná­lægt spennistöðinni í Rima­koti, neðst og aust­ast í A-Land­eyj­um. Nú er komið að því að hefja form­leg­ar viðræður við sveit­ar­fé­lagið, að sögn Skírn­is.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: