Neysluvatnið á Hótel Adam í lagi – Gestum ráðlagt að kaupa flöskur merktar hótelinu

ruv

Hotel adam

Kranavatnið á hótel Adam við Skólavörðustíg er í fína lagi, samkvæmt rannsóknarniðurstöðum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Gestum hótelsins hafði verið ráðlagt að drekka fremur vatn úr flöskum, sem þar voru til sölu og merktar hótelinu.

Hotel adam1Ekki liggja fyrir staðfestar niðurstöður um gæði brúsavatnsins en bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að það standist líka reglur heilbrigðiseftirlitsins.  Hins vegar er ekki vitað hvar því var tappað á flöskurnar.   Hver sem er getur keypt sér tómar plastflöskur, með lausum tappa, sem innsiglast þegar flösku er lokað eftir átöppun.  Svo er bara að snúa tappanum til baka og þá rofnar innsiglið.

 

Hotel adam2

Heimild: RÚV

 

Fleira áhugavert: