Sparnaður í losun koldíoxíðs nemur 140 milljónum tonna á einni öld með nýtingu jarðhita í stað olíu

orkustofnun9

sparnadur losun1

Orkustofnun hefur lagt mat á sparnað í losun koldíoxíðs með nýtingu jarðhita í stað olíu frá 1914 til 2014. Uppsafnaður sparnaður nemur 140 milljónum tonna með nýtingu jarðhita í stað olíu til varmanotkunar og raforkuvinnslu eins og þekkist víða erlendis. Tveir þriðju hlutar sparnaðarins er framlag hitaveitna á Íslandi í eina öld.

Á síðasta ári nam árlegur sparnaður 7,5 milljónum tonna, þar af 57% með raforku og 43% með varma með nýtingu jarðhita í stað olíu, en til samanburðar nam öll losun af mannavöldum á Íslandi 3,5 milljónum tonna af koldíoxíði. Losun hefði því verið um 12 milljón tonn ef Ísland þyrfti að nýta olíu í stað jarðhita. Þó slíkir útreikningar og forsendur teljast fjarlæg þá er það engu að síður veruleiki margra landa. Í umræðu um loftlagsbreytingar er mikilvægt að huga að hnattrænum grænum lausnum og orkunýtni.
upspÁrið 1953 samþykkti Alþingi lög sem heimiluðu ríkinu að fjármagna allt að 80% af heildarfjárfestingarkostnaði hitaveitna utan höfuðborgarsvæðisins eftir góðan árangur Reykjavíkurborgar. Á forsíðu Morgunblaðsins árið 1938 má sjá hve stóran þátt hitaveituvæðing höfuðborgarsvæðins skipaði í borgarstjórnarkosningum þess árs. Snérist umræðan þar ekki síður um loftgæði en lækkun húshitunarkostnaðar eins og sjá má á forsíðunni.
Veruleiki íslendinga hefur breyst til hins betra frá tímum kolanýtingar til húshitunar og virkar sá veruleiki fjarlægur okkur í dag. Engu að síður eru margar þjóðir heims enn í þeim sporum sem Íslendingar voru í eftir seinni heimsstyrjöldina. Stefnumörkun íslenskra stjórnvalda fyrir um 62 árum hefur skilað heiminum þessum sparnaði og mikilvægt í komandi stefnumörkun framtíðar að horfa til þess árangurs sem nú þegar hefur tekist og hægt er að ná með hagkvæmum grænum lausnum þar sem þær eru að finna eins og til dæmis hér á Íslandi til að draga úr áhrifum loftlagsbreytinga.

 

Heimild: Orkustofnun

Fleira áhugavert: