Vind­myll­ur í Land­eyj­um

mbl

landeijar

Eig­end­ur jarðanna Guðnastaða og Butru í Aust­ur-Land­eyj­um hafa í sam­vinnu við Arctic Hydro sótt um leyfi til Rangárþings eystra vegna áforma um að reisa vindorku­ver.

Óskað var eft­ir leyfi til upp­setn­ing­ar allt að 60 metra hás til­rauna­m­ast­urs í landi Butru til mæl­inga á vindi. Einnig óskuðu eig­end­ur Guðnastaða eft­ir því að hluti úr landi jarðar­inn­ar yrði skil­greind­ur sem iðnaðarsvæði fyr­ir orku­vinnslu með vind­myll­um.

vindmyllurAf­greiðslu er­ind­anna var frestað, að því er fram kem­ur í fund­ar­gerð skipu­lags­nefnd­ar Rangárþings eystra. Nefnd­in bókaði að Samorka og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga væru að vinna að framtíðar­stefnu á landsvísu hvað varðaði nýt­ingu vindorku í land­inu og eðli­legt væri að bíða eft­ir niður­stöðu úr þeirri vinnu.

 

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: