Hvað kostar í sund ? Yfir 100 prósenta verðmunur..

Rúv

laugardagslaug Sundlaugarferð fjögurra manna fjölskyldu sem er ekki með nein afsláttarkort er dýrust í Árborg, þar sem borga þarf 2.100 krónur fyrir tvo fullorðna og tvö börn, en ódýrust á Akranesi, þar sem aðeins þarf að greiða 856 krónur. Þetta er meðal niðurstaðna í verðkönnun ASÍ á sundlaugum í fimmtán fjölmennustu sveitarfélögum landsins.

Hátt gjald fyrir sund fullorðinna skipar Árborg og Reykjavík í tvö efstu sætin. Bæði rukka 900 krónur fyrir stakar ferðir fullorðinna. Árborg rukkar 150 krónur fyrir börn en Reykjavík 140 krónur. Því munar 20 krónum á sundferð fjölskyldunnar eftir því hvort hún er farin í Árborg eða Reykjavík. Sundferðin í Skagafirði kostar 2.000 krónur, 700 fyrir fullorðna og 300 fyrir börn. Á Akureyri kostar hún 1.900 krónur, 750 fyrir fullorðna en 200 fyrir börn.

Skagamenn rukka 428 krónur fyrir sundferðir fullorðinna en börn fá frítt í sund. Sundferðin er næstódýrust í Hafnarfirði, kostar 1.380 krónur. Fullorðnir eru rukkaðir um 550 krónur en börn um 140 krónur.

Hvað kostar í sund?

Fullorðnir
Börn
2 og 2
Árborg 900 150 2100
Reykjavík 900 140 2080
Skagafjörður 700 300 2000
Akureyri 750 200 1900
Fjarðabyggð 700 200 1800
Ísafjörður 590 300 1780
Fljótsdalshérað 600 270 1740
Kópavogur 700 150 1700
Reykjanesbær 700 150 1700
Mosfellsbær 650 150 1600
Vestmannaeyjar 600 190 1580
Garðabær 600 150 1500
Seltjarnarnes 600 120 1440
Hafnarfjörður 550 140 1380
Akranes 428 0 856

laugardalslaugÞað kostar rúmlega tvöfalt meira að fara í sund á þremur dýrustu stöðunum en þeim ódýrasta, sé borgað fullt gjald.

Flest sveitarfélögin bjóða upp á afsláttarkjör ef keyptir eru miðar eða árskort. Tíu miða kort fullorðinna eru dýrust í Kópavogi (4.900 krónur), á Ísafirði (4.700 krónur) og á Akureyri (4.600 krónur) en ódýrust í Mosfellsbæ (3.700 krónur), Reykjanesbæ (3.710 krónur) og Hafnarfirði (3.760 krónur).

Dýrustu árskortin fást á Fljótsdalshéraði þar sem þau kosta 35.700 krónur en ódýrustu á Ísafirði, þar sem þau kosta 16.500 krónur.

Árskort barna kosta frá 3.100 krónum á Ísafirði upp í 15.400 krónur á Fljótsdalshéraði.

 

Heimild: RÚV

 

Fleira áhugavert: