Verslunarmiðstöð rís við Leifsstöð

Rúv

verslunarmidstod leifstod

Smella á mynd til að stækka

Kaupfélag Suðurnesja fyrirhugar að reisa verslunar- og þjónustumiðstöð á 20 þúsund fermetra lóð skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Skúli Skúlason, stjórnarformaður Kaupfélagsins, vonast til að miðstöðin styðji við ferðaþjónustu á svæðinu.
Kaupfélag Suðunesja fer fyrir verkefninu sem er unnið í samvinnu við sveitarfélögin Garð, Sandgerði og Reykjanesbæ. Kaupfélagið á og rekur verslanir víða um land undir merkjum Nettó, Samkaupa og Kaskó. Gert er ráð fyrir að þarna verði Nettó verslun, bensínstöð, veitinga – og kaffihús og önnur þjónustustarfsemi.

Fjöldi starfsmanna mun ráðast af því hvaða rekstraraðilar muni leigja aðstöðu þarna og leitað er fleiri fjárfesta inn í verkefnið. Gert er ráð fyrir á annað hundrað starfsmönnum. „Við erum komin svona nokkuð á veg með hönnun á þessu en við viljum gefa öðrum kjölfestuaðilum sem vilja koma að þessu með okkur tækifæri til að koma að lokahönnuninni og markmiðið er að hefjast handa á vordögum og vera komnir með þetta vel á veg snemma 2017,“ segir Skúli.

Því er spáð að ferðamönnum fjölgi enn næstu ár og þar með fjöldi bifreiða sem færi framhjá miðstöðinni. Fyrirhuguð er mikil uppbygging á flugvallarsvæðinu á næstu árum og fjárfestingar upp á tugi milljarða. „Þar er þörf fyrir aukna flugrækna starfsemi til næstu áratuga og öflug stór verslunarmiðstöð um að ræða sem fyrirhuguð er á svæðinu.“

 

Heimild: RÚV

Fleira áhugavert: