Ný uppfinning breytir saltvatni í drykkjarvatn með sólarorku

https://youtu.be/wvS7jsIhGBQ

verold

vatnsglas

Vísindamenn frá MIT unnu verðlaun fyrir hönnun á sjálfbæru og hagkvæmu vatnshreinsikerfi sem er gríðarlega mikilvægt fyrir mörg lönd í þriðja heiminum og víðar sem glíma við vatnsskort.

Þróunarsamvinnustofnun Bandaríkjana, USAID, stóðu nýlega fyrir keppni þar sem markmiðið var að hanna sjálfbært, skilvirkt og hagkvæmt kerfi sem fjarlægir salt frá vatni. Fyrstu verðlaun, 19 milljón krónur, voru afhent vísindamönnum frá MIT og Jain Irrigation Systems fyrir frábæra hönnun.

Aðferðin sem þeir þróuðu notast við sólarorku, í stað jarðefnaeldsneyta, með sólarrafhlöðum. Strauminn nota þeir svo til þess að greina salt frá vatni með rafgreiningu (e. electrodialysis), sem virkar vegna hleðslueiginleika salts. Í þokkabót lýsist lausnin af útfjólubláu ljósi (e. ultraviolet light) sem hefur sýkladrepandi áhrif. Útkoman er hreint drekkanlegt vatn fyrir menn og plöntur.

Varanleiki kerfisins er lykilatriði fyrir þróunarlöndin en tækni sem krefst stöðugs viðhalds endist ekki lengi þar. Sólin er þar heldur ekki af skornum skammti og er það léttir fyrir umhverfið að skipta úr jarðefnaeldsneytum yfir í sólarrafhlöður. Tæknin hefur verið prófuð í Nýju Mexíkó þar sem um 8 þúsund lítrar af saltvatni voru hreinsaðir daglega. Næstu prófanir verða með enn skítugra vatn þar sem reynt verður á þolmörk kerfisins.

 

Heimild: Veröld

Fleira áhugavert: