Rafmagns Porsche – Samkeppni við Tesla

Heimild:  Viðskiptablaðið

 

Desember 2015

Porce rafmagnsbíll

Nú hefur stjórn fyrirtækisins samþykkt að hanna og framleiða fyrsta rafmagns-Porsche bílinn

Mission E hugmyndabíllinn mun nú verða að veruleika eftir að stjórn lúxusbílaframleiðandans Porsche hefur samþykkt að framleiða bílinn. Þetta kemur fram á vef Bloomberg.

Verkefnið mun kosta einhvern milljarð evra og skapa eitt þúsund störf í heimabæ Porsche, Stuttgart.

Bíllinn á að vera með betri hröðun en 911-módelið og mun geta hlaðið sig á litlum 15 mínútum. Mission E hugmyndabíllinn, sem verður grundvöllurinn fyrir þessum nýja rafbíl Porsche, var kynntur nú í september.

Markmið bílsins er að keppa bæði við flaggskip Tesla Motors, fólksbílinn Tesla Model S, og svo aðra rafbíla á markaðnum..Porce rafmagnsbíll 1

             Porce rafmagnsbíll 2

Porce rafmagnsbíll

Fleira áhugavert: