Árið 1965 hófu Íslendingar byggingu Búrfellsstöðvar, stærsta mannvirkis sem þá hafði verið reist á landinu
Desember 2015
„Það var svona landnemahugsunarháttur í kringum þessa framkvæmd … þó oft væri við erfiðleika að etja voru þeir bara til að sigrast á.“
Íslensk heimildarmynd sem gerð var í tilefni 50 ára afmælis Landsvirkjunnar. Árið 1965 hófu Íslendingar byggingu Búrfellsstöðvar, stærsta mannvirkis sem þá hafði verið reist á landinu. Á miðvikudagskvöldið frumsýnir RÚV nýja heimildarmynd um framkvæmdina sem markaði tímamót í orkusögu Íslendinga. Í henni má meðal annars sjá áður óbirt efni frá Ásgeiri Long sem varpar einstæðu ljósi á íslenskt samfélag fyrir hálfri öld. Myndin var gerð í tilefni 50 ára afmælis Landsvirkjunar.
Heimild: Landsvirkjun