Norðurt­urn­inn Smáralind – Er að klárast ( áhugavert myndband af mannvirkinu )

mbl

Norðurtuninn Smáralind

Fram­kvæmd­um ut­an­húss við Norðurt­urn­inn við Smáralind fer senn að ljúka og er gert ráð fyr­ir verklok­um í byrj­un næsta árs.

Rík­h­arð Ottó Rík­h­arðsson, fram­kvæmda­stjóri Nýs Norðurt­urns hf., seg­ist finna fyr­ir mikl­um áhuga á hús­næðinu.

Húsið verður alls fimmtán hæðir sem hver um sig verður eitt þúsund fer­metr­ar auk 370 fer­metra á fimmtándu hæð. Á fyrstu og ann­arri hæð húss­ins verða versl­ana- og þjón­ustu­rými sem verða bein­tengd Smáralind­inni. Samn­ing­ar hafa verið gerðir við Reg­inn, móður­fé­lag Smáralind­ar, um leigu á versl­un­ar­hæðunum.

Helgi S. Gunn­ars­son, for­stjóri Reg­ins, seg­ir að lín­urn­ar muni fljót­lega skýr­ast og vís­ar til þess að 99 pró­sent út­leigu­hlut­fall sé í Smáralind og svæðið því eft­ir­sótt. Ekki sé þó hægt að segja meira á þess­ari stundu.

Þegar fram­kvæmd­um verður lokið að utan verður hús­næðið til­búið til inn­rétt­inga og Rík­h­arður von­ast til þess að fyrstu leigu­tak­ar gætu komið inn á skrif­stofu­hæðirn­ar í byrj­un næsta sum­ars.

Fram­kvæmd­ir inn­an­húss verða unn­ar í sam­starfi við leigu­taka. Ekki hef­ur verið gengið frá nein­um leigu­samn­ing­um en viðræður standa nú yfir.

Saga Norðurt­urns­ins er nokkuð löng er bygg­ing­in stóð lengi hálf­kláruð áður en stærstu kröfu­haf­ar í þrota­bú fé­lags­ins Norðurt­urn ehf. stofnuðu með sér fé­lag og leystu til sín bygg­ing­una. Fram­kvæmd­ir hóf­ust á nýj­an leik í ág­úst 2013 en eig­end­ur turns­ins eru Glitn­ir, Íslands­banki, Trygg­ing­armiðstöðin, Líf­eyr­is­sjóður Verk­fræðinga og Hjúp­ur ehf, dótt­ur­fé­lags Bygg­ing­ar­fé­lags Gylfa og Gunn­ars, sem einnig sér um all­ar fram­kvæmd­ir.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: