Opna hótel á 20. hæð Höfðatorgsturnsins
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt umsókn einkahlutafélagsins HTO um leyfi til að innrétta hótel fyrir 16 gesti á 20. hæð Katrínartúns 2.
Um er að ræða eitt hæsta hús landsins og er það stundum kallað Höfðatorgsturninn. 20. hæðin er nú auð og herma heimildir blaðsins að Íslandsbanki hafi haft til skoðunar að opna þar sal til ýmissa nota. Til fróðleiks er 20. hæðin í raun 19. hæð en ekki er 13. hæð í húsinu.
Fulltrúar HTO sóttu um leyfi til að innrétta hótel fyrir 16 gesti á 19. hæð. Miðað við tvo í herbergi verða samtals 8 herbergi á hæðinni. Þaðan er útsýni til allra átta á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl