Atvinnuleysi eykst í Noregi en minnkar á Íslandi

Rúv

Borpallur1

Samdráttur er í Olíuiðnaði í Noregi – Mynd: Statoil

Noregur

Um áttatíu þúsund manns eru skráðir atvinnulausir í Noregi um þessar mundir. Fjölgunin á atvinnuleysisskrá í mánuðinum sem er að líða er hin mesta í langan tíma.
Það sem af er árinu hafa 7.900 manns tilkynnt sig atvinnulausa. Þetta þýðir að sögn norsku hagstofunnar að atvinnuleysið er 2,9 prósent í landinu um þessar mundir. Það var 2,7 prósent í október í fyrra. Hagstofan spáir að það verði um það bil fjögur prósent að ári liðnu. Helsta ástæðan fyrir auknu atvinnuleysi er samdráttur í olíuiðnaðinum.

 

Ísland

FLE


Uppsveifa er í Byggingar- og ferðaiðnaði á Íslandi

Atvinnuleysi enn á leiðinni niður á við

Atvinnuleysi, skv. tölum Hagstofunnar, var 2,9% nú í júní sem er lægsta mæling síðan í október 2008. Mikil árstíðasveifla er jafnan í mælingum Hagstofunnar en til samanburðar mældist atvinnuleysið 4,6% í júní í fyrra. Mælingar Vinnumálastofnunar á skráðu atvinnuleysi hafa líka vísað stöðugt niður á við og í júní var skráð atvinnuleysi 2,6% og hafði lækkað úr 3,2% í júní í fyrra.

Sé litið á 12 mánaða meðaltöl þessara mælinga hefur þróunin verið stöðug niður á við. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánuði hefur þannig verið 4,4% samkvæmt tölum Hagstofunnar og skráð atvinnuleysi samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar 3,2%.

 

 

Heimild: RÚV + Landsbankinn

 

 

 

Fleira áhugavert: