Hálslón Kárahnjúkavirkjunar ekki fyllst jafnseint á árinu og nú
Hálslón við Kárahnjúkavirkjun komst á yfirfall 9. október sl. og hefur að sögn Magnúsar Þórs Gylfasonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, ekki fyllst jafnseint í árinu og nú.
Fyrra met, ef svo má að orði komast, var 13. september árið 2011.
Yfirborð í öðrum miðlunarlónum Landsvirkjunar hefur verið að hækka síðustu daga og vikur, eins og í Blöndulóni og Þórisvatni. Óvíst er hvort þau nái yfirfalli en veturinn er nú að ganga í garð með tilheyrandi frosti á hálendinu.
Heimild:Mbl