Hálslón Kárahnjúkavirkjunar ekki fyllst jafn­seint á ár­inu og nú

mbl

Blöndulón

Blöndulón – mbl.is/Ein­ar Falur Ing­ólfs­son

Hálslón við Kára­hnjúka­virkj­un komst á yf­ir­fall 9. októ­ber sl. og hef­ur að sögn Magnús­ar Þórs Gylfa­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­virkj­un­ar, ekki fyllst jafn­seint í ár­inu og nú.

Magnús Þór Gylfason

Magnús Þór Gylfason

Fyrra met, ef svo má að orði kom­ast, var 13. sept­em­ber árið 2011.

Yf­ir­borð í öðrum miðlun­ar­lón­um Lands­virkj­un­ar hef­ur verið að hækka síðustu daga og vik­ur, eins og í Blönd­u­lóni og Þóris­vatni. Óvíst er hvort þau nái yf­ir­falli en vet­ur­inn er nú að ganga í garð með til­heyr­andi frosti á há­lend­inu.

 

Heimild:Mbl

 

Fleira áhugavert: