Reykjarvíkurborg hækkar verð í sund úr 650 kr krónum í 900 kr

Rúv

Sundhöll rvk

Sundhöll Reykjavík

Borgarráð samþykkti í dag tillögu um að verð á stakri ferð fullorðins einstaklings í sund verði hækkað um 250 krónur, fari úr 650 krónum í 900 krónur. Undanfarin ár hefur verð á stökum ferðum hækkað verulega. Fyrir sex árum borgaði fullorðinn einstaklingur í Reykjavík 350 krónur fyrir sundferðina.

Á þeim tíma kostaði stök ferð fyrir barn 110 krónur. Í tillögu borgarstjóra er ekki lagt til að verð á sundmiðum barna verði hækkað en það er í dag 140 krónur. Ef sett er upp einfalt dæmi um hjón með tvö börn á grunnskólaaldri má sjá að kostnaður þeirra af einni sundferð hefur tvöfaldast á þessum sex árum. Árið 2009 hefði fjölskyldan greitt 920 krónur í heild fyrir sundferð fjölskyldunnar. Hún mun hins vegar greiða 2080 krónur fyrir hana, þegar fyrirhuguð hækkun hefur gengið í gegn í nóvember.

Hækkunin er liður í fyrstu skrefum aðgerðaráætlunar borgarráðs í fjármálum sem var samþykkt á fundi ráðsins í morgun. Það var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem lagði fram tillöguna. Hún var samþykkt en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Tillagan var svohljóðandi:

Sem liður í fyrstu skrefum í aðgerðaáætlun borgarráðs í fjármálum er lagt til að samþykkt verði að einskiptisgjöld í sund verði hækkuð í áföngum. Sundmiði fullorðinna hækki í 900 kr. frá og með 1. nóvember 2015, en fjölmiðakort og afslættir haldist óbreytt.

 

 

Heimild: RÚV

Fleira áhugavert: