Eitt stærsta verktakafyrirtæki norðurlanda MT Höjga­ard opna skrif­stofu á Íslandi

mbl

MT Højgaard

Danska verk­taka­fyr­ir­tækið MT Höjga­ard, sem er eitt stærsta fyr­ir­tæki sinn­ar teg­und­ar á Norður­lönd­um, ætl­ar að opna skrif­stofu á Íslandi eft­ir um það bil einn mánuð. Á Íslandi verður svæðis­skrif­stofa fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir Ísland, Græn­land og Fær­eyj­ar.

Fyr­ir­tækið á ræt­ur að rekja til árs­ins 1918 en fram­an af hét það Höjga­ard & Schultz. Fyr­ir­tækið byggði m.a., Eyr­ar­sunds­brúna, Milleni­um-brúna í London, Fields versl­un­ar­miðstöðina í Kaup­manna­höfn auk fjöl­margra annarra þekktra mann­virkja. Nafni fyr­ir­tæk­is­ins var breytt þegar Höjga­ard & Schultz sam­einaðist verk­taka­fyr­ir­tæk­inu Mon­berg & Thor­sen árið 2001.

MT Höjgaard mun sjá um byggingu sólarkísilverksmiðjunnar á Grundatanga.

MT Höjgaard mun sjá um byggingu sólarkísilverksmiðjunnar á Grundatanga.

Byggja sól­arkís­il­verk­smiðju Silicor

MT Höjga­ard mun sjá um bygg­ingu sól­arkís­il­verk­smiðju Silicor á Grund­ar­tanga. Áætlað er að versk­miðjan verði full­byggð árið 2018 en um yfir þrjú hundruð manns munu koma að upp­bygg­ing­unni. Líkt og mbl greindi frá er fjór­tán millj­arða hluta­fjár­söfn­un fyr­ir verk­smiðjuna þegar í höfn. Íslensk­ir líf­eyr­is­sjóðir og fag­fjár­fest­ar hafa skráð sig fyr­ir sex millj­örðum króna en er­lend­ir hlut­haf­ar leggja til rest.

MT Höjga­ard mun sjá um bygg­ingu sól­arkís­il­verk­smiðjunn­ar á Grunda­tanga.

Svæðis­skrif­stof­an hef­ur hingað til verið í Fær­eyj­um en líkt og áður seg­ir stend­ur til að flytja hana hingað til lands von bráðar. Áfram verða þó minni skrif­stof­ur í Fær­eyj­um og á Græn­landi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Davíð Stefánsson, ráðgjafi Silicor á Íslandi og forstjóri Silicor.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Davíð Stefánsson, ráðgjafi Silicor á Íslandi og forstjóri Silicor.

Sam­keppni á ís­lensk­um markaði

Jó­hann­es Niclassen, skrif­stofu­stjóri, seg­ir í sam­tali við mbl að þegar sé búið að ráða einn ís­lensk­an verk­fræðing til starfa og til stend­ur að ræða við fleiri.

MT Höjga­ard hyggst leigja skrif­stofu­rými á Suður­lands­braut og seg­ir Niclassen að starfs­menn gætu alls orðið um sautján tals­ins.

Niclassen seg­ir að skrif­stof­an á Íslandi muni ein­beita sér að tvennu; Upp­bygg­ingu sól­arkís­il­verk­smiðjunn­ar og að skapa MT Höjga­ard sess á ís­lensk­um verk­taka­markaði. „Við stefn­um á að koma með sterka sam­keppni inn á ís­lensk­an markað,“ seg­ir Niclassen.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: