Brautarholt 10-14 verður hótel eða hótelíbúðir
Tugir iðnaðarmanna eru nú að breyta Brautarholti 10-14 í Reykjavík í gistirými fyrir ferðamenn. Um er að ræða rúmlega 2.070 fermetra skrifstofuhúsnæði.
Fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu, að annaðhvort verði hótel eða hótelíbúðir í húsinu.
Eignarhaldsfélagið Gautur seldi F fasteignafélagi eignina í byrjun þessa árs. F fasteignafélag er í eigu Hildu, eignarhaldsfélags Seðlabankans. Sem kunnugt er hefur Seðlabankinn sett Hildu í sölu.
Heimild: Mbl