Sólarorkuver Japan – Yfirgefnir golfvellir
.
Júlí 201
Eftir gríðarmikla uppbyggingu golfvalla í Japan á níunda áratug síðustu aldar hefur íþróttin átt undir högg að sækja, og hefur iðkendum fækkað um 40% á síðastliðnum 20 árum. Í kjölfar þessa má víða sjá yfirgefna golfvelli í sveitum landsins.
Japanska raftæknifyrirtækið Kyocera hefur lausn á reiðum höndum og vinnur nú að því að breyta einum þessara golfvalla í sólarorkuver. Mikil spurn hefur verið eftir annars konar orku en kjarnorku síðan hamfarirnar áttu sér stað í Fukushima árið 2011.
Golfvellir þykja henta einstaklega vel fyrir sólarorkuver, þar sem á þeim eru jafnan stór opin svæði sem njóta mikils sólarljóss. Fyrsta verkefninu lýkur árið 2017 og mun orkuverið geta rafknúið rúmlega átta þúsund heimili.