Aðeins 14% nema fara í Iðnnám

mbl

Pípari

Ein­ung­is 605 þeirra rúm­lega 4.300 grunn­skóla­nem­enda sem luku 10. bekk í vor inn­rituðust á verk­náms- eða starfs­náms­braut­ir í haust.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir skóla­meist­ari Tækni­skól­ans ástæðurn­ar fyr­ir því að fáir inn­rit­ist í skól­ann strax eft­ir grunn­skóla ýms­ar, en rót­gró­in viðhorf og til­hneig­ing í sam­fé­lag­inu til að setja bók­nám skör ofar en verk­legt nám hafi mik­il áhrif í þessu sam­bandi.

Í töl­um frá Mennta­mála­stofn­un kem­ur fram að 69% hafi sóst eft­ir að kom­ast inn á bók­náms­braut­ir, 14% á verk- eða starfs­náms­braut­ir, 4% á list­náms­braut­ir og 13% um­sækj­enda inn­rit­ast á al­menna náms­braut eða fram­halds­skóla­braut sem er einkum ætluð þeim sem ekki upp­fylla inn­töku­skil­yrði til að kom­ast beint inn á aðrar náms­braut­ir.

 

Heimild: Mbl

 

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *