Aðeins 14% nema fara í Iðnnám
Einungis 605 þeirra rúmlega 4.300 grunnskólanemenda sem luku 10. bekk í vor innrituðust á verknáms- eða starfsnámsbrautir í haust.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir skólameistari Tækniskólans ástæðurnar fyrir því að fáir innritist í skólann strax eftir grunnskóla ýmsar, en rótgróin viðhorf og tilhneiging í samfélaginu til að setja bóknám skör ofar en verklegt nám hafi mikil áhrif í þessu sambandi.
Í tölum frá Menntamálastofnun kemur fram að 69% hafi sóst eftir að komast inn á bóknámsbrautir, 14% á verk- eða starfsnámsbrautir, 4% á listnámsbrautir og 13% umsækjenda innritast á almenna námsbraut eða framhaldsskólabraut sem er einkum ætluð þeim sem ekki uppfylla inntökuskilyrði til að komast beint inn á aðrar námsbrautir.
Heimild: Mbl